Dagur Tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land s.l. laugardag 23. febrúar.  Tónlistarskóli Ísafjarðar hélt stórtónleika í Ísafjarðarkirkju fyrir fullu húsi.  Hægt er að skoða myndir frá hátíðinni í myndaalbúmi síðunnar undir liðnum:  Dagur tónlistarskólanna, en myndirnar tók Benedikt Hermannsson og eru honum sendar bestu þakkir fyrir.