Innritun útibús skólans á Flateyri verður mánudaginn 27. ágúst kl. 17:30-18:30 á efri hæð Grunnskólans á Flateyri.  Nauðsynlegt er að foreldrar komi með börnum sínum svo hægt verði að ganga frá umsóknum og greiðslusamningum.  Boðið verður upp á nám á píanó og gítar eins og undanfarin ár.  Munið eftir stundatöflunum!