Innritun tónlistarnema á Suðureyri fer fram mánudaginn 27.ágúst kl. 16-17 í Grunnskólanum á Suðureyri. Kennari á Suðureyri er Lech Szyszko en hann kennir á ýmis hljóðfæri, ss. blokkflautu, þverflautu, klarinett, saxófón, gítar, píanó og hljómborð.

Nemendur sem vilja læra á önnur hljóðfæri geta sótt það nám til Ísafjarðar.

ATH.: Ef nemendur á Suðureyri verða mjög fáir verða þeir að sækja kennsluna til Ísafjarðar og þá verður ekki kennt á Suðureyri.