Innritun á Suðureyri á mánudag

27. ágúst 2009 | Fréttir

Innritun í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Suðureyri fer fram í Bjarnaborg
mánudaginn 31.ágúst kl. 17-19.

Sumir nemendanna í fyrra skráðu sig í áframhaldandi nám sl. vor, en nauðsynlegt er að staðfesta umsóknir og ganga frá
greiðslusamningi. Þá er áríðandi að fá stundatöflur nemenda.

Þeir sem ekki komast þá geta haft beint samband við skrifstofu skólans.
Nemendur eru minntir á að taka með sér stundatöflur úr grunnskólanum.
 

Það er tónlistarkennarinn Lech Szyszko sem annast tónlistarkennsluna á Suðureyri í vetur eins og í fyrra. Kennir hann á fjölbreytt úrval hljóðfæra: píanó, blokkflautu, þverflautu, klarinett, saxófón,  gítar og bassa.Skólinn leigir út ýmis hljóðfæri gegn vægu gjaldi, ókeypis fyrsta námsárið.

Tónlistarnemum stendur til boða að sækja tíma á önnur hljóðfæri til Ísafjarðar,  s.s. harmóníku, fiðlu og fleiri blásturshljóðfæri. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 456 3925.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is