Hrífandi söngskemmtun á döfinni

4. september 2014 | Fréttir

Tríóið PA-PA-PA er skipað söngurunum Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Jóni Svavari Jósepssyni baritón ásamt píanóleikaranum Hrönn Þráinsdóttur. Tríóið er þekkt fyrir skemmtilega efnisskrá en ekki síður líflega sviðsframkomu. Tónleikarnir í kvöld eru haldnir í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar við Austurveg og hefjast kl 20:00. Þarna má heyra aríur og dúetta úr óperum. íslenskar söngperlur og hressileg kabarettlög.
Söngskemmtunin er haldin í samvinnu listafólksins og Tónlistarfélags Ísafjarðar – áskriftarkort félaga í Tónlistarfélaginu gilda, en fyrir aðra er aðgangseyrir kr. 2.500, en kr. 2.000 fyrir örorku- og lífeyrisþega. Skólafgólk 20 ára og yngri fá ókeypis aðgang.