Heimsókn frá Listaháskóla Íslands

30. september 2014 | Fréttir

Nú eru 1. árs tónlistarnemar Listaháskóla Íslands komnir í sína árlegu haustheimsókn til Ísafjarðar. Þau eru hingað komin til að taka þátt í 5 daga námskeiði í Skapandi tónlistarmiðlun undir handleiðslu Sigurðar Halldórssonar og Gunnars Benediktssonar fagstjóra í skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ, þess má geta að Gunnar er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Skálmaldar. Sunna Karen Einarsdóttir fyrrverandi nemandi TÍ er nú í hópnum og mun eflaust reynast samstúdentum sínum haukur í horni.  Það er alltaf gaman að taka á móti þessum frjóa og skemmtilega hópi og gott fyrir nemendur okkar að taka þátt  og kynnast ungu fólki sem hefur ákveðið að feta tónlistarbrautina. Þau bjóða nú sem fyrr nemendum Tónlistarskóla Ísafjarðar 14 ára og eldri að taka þátt í námskeiðinu og eru nemendur TÍ hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.  Þau eru nú í þéttri vinnu við að semja verk sem þau  og nemendur TÍ ætla að flytja á tónleikum í Hömrum miðvikudaginn 1. október og eru allir hvattir til að koma , sjá og heyra.  Það verður spennandi að komast hvað sköpunarkrafturinn blæs þeim í brjóst. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl. 20:00 aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.