Gunnar Kvaran og Jane Ade Sutarjo í Hömrum 8. október

27. september 2022 | Fréttir, Hamrar, Tónlistarfélagið

Fyrstu áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins á þessu starfsári verða í Hömrum, sal Tónlistarskólans, laugardaginn 8. október kl. 16. Nú er virkilega ástæða til að fá sér áskrift, en þar koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari.

Þau flytja verk eftir Couperin, Beethoven, Chopin, Rachmaninoff og Schumann. Það má telja öruggt að enginn verði svikinn af þessari fallegu stund.

Gunnar Kvaran þarf ekki að kynna, en hann hefur verið einn virtasti sellóleikari landsins í 50 ár og kennari u.þ.b. allra sellóleikara sem hafa verið í fararbroddi undanfarna áratugi, í Sinfóníuhljómsveitinni og annars staðar. Ekki síður er hann þekktur sem einstaklega næmur mannvinur. Honum fylgir sannarlega birta hvert sem hann fer!

Jane stundaði nám í Listaháskólanum, en hún er frá Indónesíu. Hún er eini nemandinn sem hefur lokið bæði einleikaraprófi á fiðlu og píanó. Jane bjó til að byrja með hjá Gunnari og Guðnýju og lærði íslensku með svo undraverðum hraða að fljótlega gátu samnemendur hennar ekki greint að hún ætti annað móðurmál.

Við hlökkum til að sjá sem allra flesta í Hömrum  laugardaginn 8. október kl 16!

Sjá einnig: TÓNLISTARFÉLAGIÐ

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur