Gleðilegt ár – Upphaf vorannar 2025

7. janúar 2025 | Fréttir

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Eftir óhefðbunda haustönn er janúar mánuður kærkomin með sínu hægfara sniði og rútínu mynstri.

Við viljum endilega ef einhverjar breytingar hafa orðið á námi eða stundatöflu að láta viðkomandi kennara vita og senda tölvupóst á tonis@tonis.is 

Þó nokkrir hafa svarað vegna verkfalls mánaðar og niðurfellingu skólagjalda og mun næsta greiðsla hafa gjalddaga 1. febrúar n.k þar sem mánuður er dreginn af skv. upplýsingum í tölvupósti sem sendur var út 19.12 sl. Byrjað var á því að mála nokkrar kennslustofur á efri hæðinni sem hafa ekki verið málaðar í háa herrans tíð eða allt frá að húsnæðið var afhent formlega sem tónlistarskóli. Bjarndís Friðriksdóttir ásamt liðsinni frænda síns hans Friðriks Steinþórssonar hefur séð um verkið. Senn líður að því að flest allar stofur hafi fengið smá andlitslyftingu og nauðsynlegar viðgerðir á múrverki en eftir standa önnur verk sem bíða hækkandi sólar.

Mikilvægar dagsetningar má finna á skóladagatali skólans hér á heimasíðunni

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur