Gleðilega tónlistarpáska!

21. mars 2013 | Fréttir

Framundan er dymbilvikan, páskahátíðin og langþráð páskafrí hjá skólafólki, bæði kennurum og nemendum. Kennarar og nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar munu þó margir hverjir verða önnum kafnir  um páskana.

Hér með er sérstök athygli vakin  á þremur viðburðum þar sem þeir koma við sögu:
Einn nemandi skólans, Sunna Karen Einarsdóttir, ætlar að halda glæsilega kveðjutónleika ásamt félögum sínum í dymbilvikunni, miðvikudagskvöldið 27.mars kl.20:00, og verða tónleikarnir í Hömrum. Sjá nánar hér:  https://tonis.is/?cat=frettir&fid=1069
Kvennakór Ísafjarðar flytur hið stórkostlega verk Misa Criolla í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa  ásamt félögum úr Karlakórnum Erni og hljómsveit.
Svo er auðvitað rokkhátíðin Afés og þar mun Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar stíga á stokk með Jónasi Sig. auk ótal annarra atriða, en lúðrasveitin leikur einnig á setningu Skíðavikunnar.

Gleðilega tónlistarpáska!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is