Fyrstu tónleikarnir tókust vel á Flateyri

11. desember 2009 | Fréttir

Fyrstu jólatónleikar tónlistarnema Tónlistarskóla Ísafjarðar fóru fram á Flateyri þriðjudagskvöldið 8.desember. Fjölmenni var á tónleikunum sem ókust vel í alla staði. Efnisskráin var fjölbreytt og viðamikil , mikið um samleik af ýmsu tagi og í lokin léku allir og sungu saman Bjart er yfir Betlehem. Síðan var tónleikagestum boðið upp á veitingar.

Páll Önundarson á Flateyri festi viðburðinn á filmu eins og flesta ef ekki alla viðburði á Flateyri og má sjá margar skemmtilegar myndir frá tónleikunum á síðu hans hér: http://pallio.net/myndasafn.phtml?safn=248

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is