Fyrsta samæfingin á miðvikudag

11. október 2010 | Fréttir

Fyrsta samæfing vetrarins fer fram í Hömrum miðvikudaginn 13.október kl.17:30. Á samæfingum leikur lítill hópur nemenda ýmis lög. smá og stór, til að öðlast þjálfun í að koma fram fyrir áheyrendur, eins konar æfingatónleikar.

Samæfingar eru yfirleitt um 30-40 mínútur, foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir, en eru beðnir að vera stundvísir og vera allan tímann, ef þeir koma á annað borð.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is