Foreldraviðtöl í skólanum

5. mars 2015 | Fréttir

Þessa dagana og fram í næstu viku standa yfir foreldraviðtöl í skólanum. Þá eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir  með börnum sínum í skólann. 

Tónlistarnám er krefjandi nám og árangurinn ræðst verulega af því hvað nemandinn leggur af mörkum sjálfur og á fyrstu árum námsins hefur stuðningur foreldra afgerandi áhrif á námsárangur. Mikilvægi foreldra felst fyrst og fremst í áhrifum þeirra á hversu mikið börnin æfa sig. Foreldrar eru vissulega alltaf velkomnir í heimsókn í skólann en til að styrkja tengsl heimilanna og skólans eru foreldrar nemenda 18 ára og yngri sérstaklega boðaðir til viðtals við kennara barna sinna í skólanum í næstu viku eða dagana 2.-6.  næstkomandi.

Viðtölin fara fram í spilatímum barnanna þessa sömu daga.  Farið er yfir stöðuna, rætt um hvað betur megi fara, hvað sé framundan og hvernig megi móta námið til vors.