Foreldraheimsóknir í næstu viku

12. nóvember 2009 | Fréttir

Það eru margir nýir nemendur sem koma í skólann á hverju hausti og nauðsynlegt fyrir foreldra þeirra og kennara barnanna að hittast og fara yfir málin. Þetta á einnig og ekki síður við nemendur sem lengur hafa verið í skólanum.
Skilningur, áhugi og viðhorf foreldra skipta hreinlega sköpum í námsframvindunni,
framförum nemandans og viðhorfi hans til námsins.
Foreldrar eru vissulega alltaf velkomnir í heimsókn í skólann en til að styrkja tengsl heimilanna og skólans eru foreldrar nemenda 18 ára og yngri sérstaklega boðaðir til viðtals við kennara barna sinna í skólanum í næstu viku, nánar tiltekið dagana 16.-20.nóvember  næstkomandi.
Viðtölin fara fram í spilatímum barnanna þessa sömu daga. Farið er yfir stöðuna,  rætt um hvað betur megi fara og hvað sé framundan og hvernig megi móta námið til vors.

Nemendur fá miða heim með tímasetningu foreldraviðtala, en ef sá tími hentar ekki er að sjálfsögðu hægt að semja við kennarann um annan tíma. Símanúmer kennara má finna undir hlekknum Um skólann hér vinstra megin á síðunni.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is