Fjórir nemendur TÍ taka þátt í píanókeppni

29. september 2009 | Fréttir

 

Fjórir nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar taka þátt í píanókeppni íslensku EPTA-deildarinnar (Evrópusamband píanókennara) sem fram fer í Salnum í Kópavogi dagana 4.-8. nóvember. Keppt verður í þremur flokkum en allir nemendurnir frá Ísafjarðarbæ keppa í 1. flokki sem er fyrir 14 ára og yngri. Þau eru Hanna Lára Jóhannsdóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir, Aron Ottó Jóhannsson og Sóley Ebba Jóhannsdóttir sem hafa öll verið að læra á píanó undir leiðsögn Beötu Joó píanókennara. Keppnin verður í tveimur hlutum þ.e. forkeppni og úrslitakeppni. Í úrslit komast fimm úr hverjum flokk. Ísfirðingurinn Hafdís Pálsdóttir mun taka þátt í keppninni, en í flokknum sem er á háskólastigi. Hafdís varð einmitt í 3.sæti í sínum flokki þegar keppnin var fyrst haldin árið 2003 og var þá einmitt einnig nemandi Beötu Joó.