Minningartónleikarnir um tónlistarhjónin Sigríði oig Ragnar H. Ragnar, sem haldnir voru i Hömrum sunnudagskvöldið 5.október sl tókust með afbrigðum vel. Á tónleikunum komu fram þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari og fluttu með eindæmum fagra dagskrá. Hamrar voru þéttsetnir hrifnum tónleikagestum og flytjendum fagnað geysivel að tónleikunum loknum.