Enn verkfall í Tónlistarskólanum

23. október 2014 | Fréttir

Af gefnu tilefni er ástæða til að tilkynna að enn stendur yfir verkfall kennara við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fréttir hafa borist um að samningar milli kennara í FÍH og samninganefndar SÍS hafi tekist.Enn er ósamið við Félag tónlistarkennara.

Yfirgnæfandi meirhluti tónlistarkennara landsins eru aðilar að Félagi Tónlistarkennara sem og eru allir kennarar skólans í FT. Tilkynning mun birtast á heimasíðu skólans um leið og samningar takast mill FT og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga