Músíkalska fjölskyldan hans Eiríks í Hömrum

3. nóvember 2021 | Fréttir, Hamrar

Við bjóðum Ísfirðingum og gestum í notalega samveru í Hömrum mánudagskvöldið 8. nóvember kl. 20.

Eiríkur Örn Norðdahl les úr nýútkominni bók sinni, Einlægur Önd.

Börnin hans spila með pabba sínum tvö frumsamin lög, annað eftir Aino Magneu, dóttur Eiríks og hitt eftir Aram Nóa, bróður hennar.

Aino Magnea er nemandi í rafbassaleik hjá Andra Pétri Þrastarsyni, en Aram Nói er nemandi í trommuleik hjá Jóni Mar Össurarsyni. Á sínum tíma var Eiríkur Örn nemandi Sigurðar Friðriks Lúðvíkssonar í Tónlistarskólanum.

Léttar veitingar

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is