Eftir Covid-19

13. maí 2020 | Fréttir

Heil og sæl –

Heimsíðan hefur því miður legið niðri vegna hýsingavandræða en loksins er það vandamál úr sögunni og fréttir og tilkynningar geta borist á þessum vettvangi á ný. Það er mikið um að vera á þessum dögum innan veggja skólans. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmd skólaslita og undirbúa tónfundi. Nánar verður vikið að þeim lið í fréttabréfi skólans sem kemur út á næstu dögum. Nokkrar breytingar eru í farvatninu við skólann en auglýst hefur verið eftir skólastjóra við sem og 100 % starf tónlistarkennara.

Innritun er hafinn fyrir næsta skólaár. Nýr möguleiki er sá að skrá sig inn á https://schoolarchive.net/  

 

velja liðinn næst og skrá sig inn á rafrænum skilríkjum.

Upp kemur þá valmynd um nemandann og greiðanda og hægt að velja þar   möguleikann. Þar er einnig hægt að fara í viðbótarupplýsingar og breyta þar upplýsingum ef þarf. Valmöguleikar eru um að tilkynna fjarveru nemenda, sjá stundatöflu, fylgjast með skólasókn, ferli, stöðu skólagjölda og fleira er snertir nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Við hvetjum foreldra eindregið að nýta sér þennan lið við endurnýjun umsókna. Ef rafræn skilríki eru ekki fyrir hendi er hægt að láta vita með að senda póst á ritari@tonis.is

 

Nýjar umsóknir skulu berast í gegnum umsóknarkerfi á heimasíðu skólans sem má finna neðst á síðunni.