Uppfærsla Litla leikklúbbsins á leikverkinu „Kötturinn fer sínar eigin leiðir" hefur vakið mikla athygli að undanförnu, ekki síst fyrir frábæran tónlistarflutning bæði hljómsveitar og söngvara. Hljómsveitin er eingöngu skipuð krökkum sem eru eða hafa verið í Tónlistarskóla Ísafjarðar, þeim Kristínu Hörpu Jónsdóttur, Sunnu Karenu Einarsdóttur, Þormóði Eiríkssyni, Valgeiri Skorra Vernharssyni og Marelle Maekalle og leikaranir/söngvararnir hafa líka margir stundað nám við skólann. Sérstaka athygli vekur frammistaða kattarins í meðförum Sigríðar Salvarsdóttur, en hún stundar nám í píanó og söng við skólann. 

Tónlistarskólinn óskar öllu þessu efnilega listafólki til hamingju með frammistöðuna!