Dagur tónlistarskólanna 2024 – myndir

24. febrúar 2024 | Fréttir

Dagur tónlistarskólanna 2024 

Dagur tónlistarskólanna 2024 var haldinn hátíðlegur með pomp og prakt eins og vera ber. Þessi hátíðahöld eru meðal hápunkta á skólaárinu.

Á dagskránni voru Skólalúðrasveit, Lúðrasveit, kennarahljómsveitin „Kennarasambandið“, Skólakór með frumsamin lög (sjá neðst í færslu) nemenda Beu Joó, en hún aðstoðaði þau við undirleik og að lokum Ísófónían sjálf sem hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði. Mikil stemning var í salnum, enda einbeiting og spilagleði í hverju andliti á sviðinu.

Seint verður fullþökkuð sú alúð sem kennarar skólans leggja í verkefnið, Madis útsetur og undirbýr í nokkra mánuði, stjórnar og skipuleggur, allir kennarar taka þátt og undirbúa nemendur sína, að ógleymdu því að græjur og annað sem tilheyrir virðist svífa inn á svið áreynslulaust og hverfa þaðan fyrir einhverja töfra að loknum tónleikum alla leið niður í skóla á nokkrum mínútum. Þá er eftir mikill frágangur. Það eru því mörg handtök og allt er þetta framkvæmt með gleði og léttleika.

Að loknum tónleikunum svignuðu borð af veitingum sem Skólakórinn seldi til styrktar Danmerkurferð á kóramót í vor.

Þúsund þakkir, kennarar, nemendur og áheyrendur! Þetta var einstaklega ánægjulegt síðdegi á allan hátt.

DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA

.

Dagur tónlistarskólanna 2024 ísafjörður tónlistarskóli ísfirðinga

Bergþór kynnir Kennarasambandið til leiks. Frá vinstri Skúli, Bergþór, Jón Mar og Andri Pétur. Auk þeirra eru Sara Hrund og Rúna í Kennarasambandinu.

Skólakór Tónlistarskólans

Madis

Bergþór skólastjóri stýrði samkomunni

Geigei, Bea og Gulli

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar

 

Taflan í safnaðarheimilinu skreytt

Að loknum tónleikunum svignuðu borð af veitingum sem Skólakórinn seldi til styrktar Danmerkurferð á kóramót í vor.

 

Frumsamin lög nemenda:

Vögguvísur – Sædís Ylfa

Vormorgunn – Kolbeinn

Tíska í fatnaði – Guðrún María

.