Dagný Arnalds ráðin aðstoðarskólastjóri

15. ágúst 2016 | Fréttir

Dagný Arnalds hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Dagný hefur kennt við skólann undanfarin ár og verið farsæll kennari.  Hún hefur séð um alla kennslu í útibúi skólans á Flateyri, einnig kennt á píanó og stjórnað barnakór skólans á Ísafirði.  Dagný hefur fjölbreytta reynslu sem kennari,  kórstjóri og starfaði um skeið sem listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið. Skapandi leiðir í tónlistarkennslu og miðlun tónlistar í samfélaginu eru henni hugleikin. Við bjóðum Dagnýju hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að áframhaldandi uppbyggingu tónlistarkennslu íbúum Ísafjarðarbæjar til heilla.