Clörukvæði og Canzonettur

28. apríl 2014 | Fréttir

Miðvikudagskvöldið 30. apríl verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar. Óperusöngkonan Sigrún Pálmadóttir og þýski píanóleikarinn Sibylle Wagner flytja sönglög eftir Clöru Schumann og kansónettur eftir Joseph Haydn og er yfirskrift tónleikanna Clörukvæði og Canzonettur.

Sópransöngkona Sigrún Pálmadóttir hefur í ríflega áratug starfað sem óperusöngkona í Þýskalandi. Sigrún var fastráðin við óperuhúsið í Bonn í tæpan áratug auk þess sem hún tók þátt í óperuuppfærslum og verkefnum víðar, meðal annars í hlutverki Violettu í La Traviata e. Verdi í uppfærslu Íslensku Óperunnar árið 2007 og hlaut þá Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngkona ársins. Vegna anna erlendis hefur Sigrún verið lítt áberandi á íslenska tónlistarsviðinu og því mikill fengur fyrir tónleikagesti að hlýða á þessa frábæru söngkonu sem nú nýverið flutti búferlum til Íslands.

Sibylle Wagner er eftirsóttur píanóleikari en einnig hljómsveitarstjóri og hefur stjórnað fjölda óperufærslna í Þýskalandi. 

T'ónleikarnir verða eins og áður sagði nk. miðvikudagskvöld 30. apríl  og hefjast kl. 19:30 og er fólk hvatt til að láta þá ekki framhjá sér fara.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is