Barnadjass

9. mars 2024 | Fréttir, Hamrar

Barnadjass

Barnadjass um allt land er verkefni sem Guðrún Rútsdóttir, tónlistarnemamóðir í Mosfellsbæ hefur staðið fyrir af brennandi áhuga. Það er unnið í samstarfi við Odd André Elveland, en hann er norskur djasstónlistarmaður og kennari. Hann rekur tónlistarskólann Improbasen i Osló og hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum að spila djass eftir eyranu og að spinna. Hann hefur unnið með börnum víðsvegar um heiminn og stendur árlega fyrir tónlistarhátíðinni „Kids in jazz“ í Osló.
Hann hefur m.a. unnið með börnum í Mosfellsbæ og komu fimm þeirra með honum, Emil, Svandís, Edda Margrét, Rakel og Helga Margrét ásamt aðstoðarkennara hans, Haruma Koyamoto.
Odd André sýndi kennurum fyrst hvernig hann vinnur með krökkunum, en eftir hádegi komu nemendur úr skólanum og skemmtu sér við að setja saman lög úr ýmsum áttum sem svo fengu spunaskraut.
Það var mjög gaman að sjá hvernig Odd náði til krakkanna og galdurinn gerðist því með meiri hraða en ella. Þetta verkaði því eins og vítamínsprauta fyrir bæði kennara og nemendur.