Aðalfundur Tónlistarfélagsins var á þriðjudag

3. desember 2009 | Fréttir

Aðalfundur Tónlistarfélags Ísafjarðar var haldinn í Tónlistarskólanum sl. þriðjudag.  Stjórn næsta starfsárs verður þannig skipuð: Jón Páll Hreinsson formaður, meðstjórnendur eru Aðalsteinn Óskarsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Elsa Arnardóttir og Peter Weiss. Varamenn eru Alma G. Frímannsdóttir, Arna Björk Sæmundsdóttir og Guðmundur Grétar Níelsson.

Félagsgjald næsta árs verður kr. 5.000 og er aðgangseyrir að fernum áskriftartónleikum innifalinn í félagsgjaldinu. Fyrstu áskriftartónleikunum erlokið – það voru tónleikar Eddu erlendsdóttur´25.október sl.

Þeir sem vilja gerast félagar í Tónlistarfélaginu eru hvattir til að hafa samband við formanninn Jón Pál Hreinsson (jonpall@westfjords.is) eða ritara skólans Sigrúnu Viggósdóttur (ritari@tonis.is)

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is