1.des. tónleikar í Hömrum á miðvikudagskvöld

30. nóvember 2010 | Fréttir

Miðvikudagskvöldið 1. desember kl. 20:00 heldur stór hópur lengra kominna nemenda Tónlistarskóla Ísafjarðar tónleika í Hömrum með fjölbreyttu efni.
Leikið verður á píanó, flautur, gítara og fiðlu. Á dagskránni eru verk eftir klassíska höfunda, Bach, Händel, Chopin, Schumann, F.Sor, C. Gervaise o.fl. en einnig eftir nýrri höfunda s.s. Brouwer, Joplin og Kilar. Einleikur er áberandi á dagskránni en einnig verður leikið fjórhent á píanó auk þess sem Gítarkvintett T.Í. kemur fram í fyrsta sinn, en hann var stofnaður nú í haust.

Nemendurnir sem fram koma eru þessir: Aron Guðmundsson gítar, Aron Ottó Jóhannsson píanó. Bára Jónsdóttir píanó, Davíð Sighvatsson píanó. Erla Sighvatsdóttir blokkflauta, Elvar Ari Stefánsson píanó. Eva Lind Smáradóttir, píanó, Freyja Rein Grétarsdóttir píanó, Hanna Lára Jóhannsdóttir þverflauta, Hálfdán Jónsson gítar, Hermann Ási Falsson píanó, Jóhanna Ólöf Rúnarsdóttir píanó, Kristín Harpa Jónsdóttir píanó, Magni Hreinn Jónsson gítar, Maksymilian Frach fiðla. Marelle Mäekalle píanó, Snorri Sigbjörn Jónsson gítar, Þormóður Eiríksson gítar. Þá leika nokkrir kennarar með nemendum sínum.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill en segja má að þeir séu eins konar forleikur að þeim fjölda jólatónleika, sem framundan er í desembermánuði.