Dagur tónlistarskólanna 2024

18. febrúar 2024 | Fréttir

Dagur tónlistarskólanna 2024 verður haldinn hátíðlegur með tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og aðgangur ókeypis.

Dagur tónlistarskólanna 2024 verður haldinn hátíðlegur með tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og aðgangur ókeypis.

Dagur tónlistarskólanna 2024

Dagur tónlistarskólanna 2024 verður haldinn hátíðlegur með tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og aðgangur ókeypis.

🇮🇸

Kaffihlaðborð

Að loknum tónleikunum verður kaffisala Skólakórs skólans í safnaðarheimilinu til styrktar Danmerkurferðinni.
Fjölbreytt kaffihlaðborð. Posi á staðnum 🙂

Meira um Danmerkurferð skólakórsins.

🇮🇸

Dagskráin

Skólalúðrasveit:
Black or White (Jackson)
Another Day In Paradise (Collins)
You’re The One That I Want

Lúðrasveit:
Lay Back In The Arms Of Someone (Chinn/Chapman)
Nothing’s Gonna Change My Love For You (Masser)
A Kind of Magic (Taylor)

Kennarasambandið:
Þorparinn
Glory box/hit the road jack/seven nation army

Skólakór 3 frumsamin lög eftir nemendur:
Vögguvísur (Sædís Ylfa Þorvarðardóttir/Ólína Þorvarðardóttir)
Tíska í fatnaði (Guðrún María Johansson/Birkir Friðbertsson)
Vormorgunn (Kolbeinn Hjörleifsson/Vilborg Dagbjartsdóttir)

Ísófónía:
Burtu með fordóma (Barnakór m/hljómsveit)
Chariots of Fire (Skólakór með hljómsveit)

🇮🇸

Dagur Tónlistarskólanna

Um 90 tónlistarskólar eru á Íslandi og standa þeir fyrir fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Dagur tónlistarskólanna er haldinn í febrúar ár hvert til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasonar sem var menntamálaráðherra á árunum 1956–1971. Gylfi hefur gjarnan verið kallaður „faðir íslenskra tónlistarskóla“ en hann kom því í gegn í ráðherratíð sinni að sveitarfélög sem hefðu hug á því að stofna tónlistarskóla fengju til þess styrk úr ríkissjóði sem næmi ákveðnum hluta launakostnaðar. Síðar var þessum lögum breytt á þann veg að launastyrkur ríkisins var aukinn, sem varð sveitarfélögum enn meiri hvatning til að koma tónlistarskólum á fót og þá fjölgaði þeim umtalsvert. Íslenskt tónlistarlíf og -menntun mun alla tíð búa að framsýni Gylfa Þ. Gíslasonar og áhuga hans á aukinni og markvissri tónlistarmenntun þjóðarinnar.

Gylfi Þ. Gíslason

Frá æfingu í Hömrum fyrir Dag tónlistarskólanna

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur