Opið hús í tónlistarskólanum á laugardaginn

20. október 2022 | Fréttir, Hamrar

Kl. 14:00-14:45 nk. laugardag 22. okt. hefst hið árlega opna hús í Tónlistarskólanum. Gestum og gangandi gefst tækifæri til að ganga um stofur og fylgjast með kennslu.

Kl. 15:00 verða brauðtertur í Hömrum frá sjálfum Íslandsmeistaranum í brauðtertugerð, Gunnu Siggu.

Kl. 15:00-15:30 segja nokkrir nemendur frá eftirlætis tónverki og spila stutt tóndæmi af Spotify.

Kl. 15:30 verður bæjarlistamaður kynntur og í lokin stjórna Bjarney Ingibjörg og Sigrún Pálma nokkrum fjöldasöngslögum. Textarnir verða á heimasíðu skólans, svo að það vefst ekki fyrir neinum að taka undir.

Verið hjartanlega velkomin.

Sigrún Pálmsdóttir og Bjarney Ingibjörg

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur