Sögusýning opnuð 3. maí

17. apríl 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

Fjölmargt áhugavert verður á sýningunni

Sögusýning opnuð 3. maí

Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskóla Ísafjarðar verður opnuð sögusýning um blómlega starfsemi skólans. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 3. maí. Við ætlum að byrja á að syngja nokkur vor/sumarlög í Hömrum kl. 17. Samæfingarkakan, döðlukakan eftir uppskrift frú Sigríðar Ragnar verður á boðstólum. Í framhaldinu gefst kostur á að skoða sýninguna á fyrstu hæð skólans.

Í kjölfarið verða svo vortónleikar Lúðrasveitanna, kl. 18, Vorþytur.

Við hvetjum alla velunnara Tónlistarskóla Ísafjarðar til þess að heimsækja okkur, rifja upp gamla tíma og gerast fróðari um sögu skólans í leiðinni. Arnheiður Steinþórsdóttir vann að sýningunni og naut aðstoðar Gunnars Bjarna Guðmundssonar við hönnun og útprentun.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur