Vilberg Viggósson skólastjóri, píanóleikari m.m.

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Vilberg Viggósson  hóf nám í píanóleik 8 ára gamall hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Ísafjarðar.  Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1980. Hann tók burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Halldóri Haraldssyni 1982. Árið 1993 hélt hann til Kölnar og var einn vetur í einkatímum hjá Prof. Pavel Gililov.  Vilberg nam píanóleik hjá Willem Brons  við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og útskrifaðist þaðan árið 1989.
Hann kenndi  á píanó við Tónlistarskólann í Njarðvík árin  1989-1997. Hann stjórnaði Karlakór Keflavíkur á árunum 1994 –2004 og gerði 2 geisladiska með söng kórsins. Hann stofnaði Tónskólann Do Re Mi haustið 1994 ásamt Ágotu Joó og Ingu Ástu Hafstein og hefur verið skólastjóri tónskólans síðan.  Vilberg hefur útsett mikið fyrir hljómsveit skólans og nemendur, ásamt því að hafa útsett fyrir flestar gerðir kóra.
Vilberg gaf út bókina 12 jóladúettar fyrir píanó árið 2002 og  Sjö íslensk þjóðlög fjórhent fyrir píanó árið 2010.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is