Tuuli Rähni stundaði nám í píanóleik frá unga aldri í Tallinn, Eistlandi. Á árunum 1986-1991 var hún nemandi Prof. Peep Lassmann við Tónlistarháskólann í Tallinn og lauk þaðan námi með hæstu einkunn. Á árunum 1991-1997 stundaði hún tónlistarnám við Tónlistarháskólann í Karlsruhe, Þýskalandi. Árið 1995 lauk hún þar meistaragráðu í einleik á píanó undir leiðsögn Prof. Gunther Hauer og tveim árum síðar meistaragráðu í píanókammertónlist hjá Prof. Werner Genuit. Hún hlaut ýmsar styrki og viðurkenningar á námsferlinum, og komst í úrslit í „Maria Canals“ píanókeppninni á Spáni.
Tuuli hefur komið fram sem einleikari og í kammertónlist víða um Evrópu (Eistlandi, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Júgóslavíu, Rússlandi og Íslandi) og ennig í Japan, þar sem hún var búsett í mörg ár. Hún hefur einnig komið fram í þýsku og eistnesku útvarpi og sjónvarpinu í Eistlandi. Þá hefur hún leikið kammertónlist með eiginmanni sínum í meir en tvo áratugi.
Tuuli kenndi á píanó við Kyoto-konservatoríið á árunum 2001-2005. Haustið 2005 fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og settust þau að á Laugum í Þingeyjarsýslu. Þar kenndi hún á píanó við tónlistarskólann, var organisti og starfaði sem meðleikari. Tuuli býr nú í Bolungarvík og kennir við skólann þar, en hún kennir einnig við Tónlistarskóla Ísafjarðar og kennir á Ísafirði og á Þingeyri þar sem hðun er útibússtjóri skólans.