Jakob Hallgrímsson

13. júlí 2017 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Jakob var fiðlukennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar um árabil og stjórnaði strengjasveitum skólans. Hann var mjög virkur í tónlistarlífi bæjarins ekki síst með Kammersveit Vestfjarða, en hann var einn af stofnendum hennar.

Jakob Hallgrímsson 10.01.1943-08.06.1999
Foreldrar: Hallgrímur Jónas Jónsson Jakobsson, söngkennari í Reykjavík, f. 23. júlí 1908 á Húsavík, d. 17. mars 1976, og k. h. Margrét Árnadóttir, f. 29. sept. 1908 í Látalæti í Landsveit, Rang.
Námsferill: Gekk í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Lauk burtfararprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanurn í Reykjavík 1964; var við framhaldsnám við Konservatoríið í Moskvu 1964-1966; stundaði framhaldsnám í konttapunkti hjá Hallgrími Helgasyni 1976-1977 og við Musikhögskolan í Stokkhólmi 1977-1978; stundaði nám í píanóleik hjá Ragnari H. Ragnars 1973-1976 og 1978-1981 og hjá Ásgeiri Beinteinssyni 1976-1977; þá nam hann orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar hjá Hauki Guðlaugssyni 1976-1977 og Pavel Smid 1982-1989 og einnig hjá Orthulf Prunner 1989-1993; lauk námi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1990; sótti orgelnámskeið hjá prófessor Rose Kirn og dr. Karen de Pastel 1991 og hjá prófessor Gerald Dickel í Hamborg umarið 1995; sótti prófdómaranámskeið hjá Philip Jenkins 1990.
Starfsferill: Var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1960-1964 og 1966-1971; í Karnmersveit Vestfjarða 1973-1976 og 1978-1981; stofnandi og víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna frá 1990; var tónlistarkennari við tónlistarskóla víða um land, svo sem við tónlistarskólana á Ísafirði og í Grindavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar; var tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi frá 1982 til dánardags og frá 1990 við Tónskóla Þjóðkirkjunnar; stjórnaði ýmsum kórum, svo sem Árnesingakórnum í Reykjavík, Kór Trésmíðafélags Reykjavíkur og Kór Menntakólans á Ísafirði; stjórnaði Strengjasveit Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi og fór með hana í tónleikaför til Oslóar 1985; stjórnaði Samkór kirkjukóra Vestfjarða á kristniboðshátíð á Patreksfirði sumarið 1981; var organisti við Súðavíkurkirkju og stjórnaði Samkór Súðavíkur 1979-1981; frá 1989 lék hann við guðsþjónustur á Landakotsspítalanum og var organísti við Háteigskirkju frá áramótum 1998-1999; varð organisti Oddfellowstúkunnar nr. 5, Þórsteins IOOF, 1995.
Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 206. Sögusteinn 2000.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is