Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri, söngkona m.m.

4. mars 2015 | Tónlistarfólk á eða frá Ísafirði og nágrenni

Helga Margrét er fædd og uppalin á Ísafirði og hlaut mikið tónlistaruppeldi. Hún hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann á Ísafirði fimm ára gömul og nam píanóleik hjá Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskólans. Helga Margrét hóf söngnám samhliða píanónáminu og lauk framhaldsprófi í söng árið 2009, söngkennari hennar var Ingunn Ósk Sturludóttir. Kennari Helgu Margrétar í bóklegum greinum við Tónlistarskólann á Ísafirði var Jónas Tómasson, tónskáld.

Vorið 2013 lauk Helga Margrét Bachelornámi sínu við Listaháskóla Íslands en þar nam hún söng hjá Elísabetur Erlingsdóttur og kórstjórn hjá Gunnsteini Ólafssyni. Hún hefur sungið í fjölmörgum kórum og sönghópum, sótt masterklassa hjá fjölda innlendra og erlendra söngkennara, hljómsveitarstjóra og kórstjóra. Helga Margrét hefur starfað við tónlistarkennslu í Tónlistarskólanum á Ísafirði og stjórnað skólakórum Hvassaleitis– og Álftamýrarskóla. Helga stjórnar einnig Skólakór Verzlunarskóla Íslands og sá um söngkennslu og útsetningar fyrir leiksýningarnar We will rock you og Með allt á hreinu.

 

Tölvupósturinn hennar Helgu er korstjori@hinseginkorinn.is

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is