Fundir og ráðstefnur

20. mars 2009 | Hamrar

Afar hentugt er að halda fundi og ráðstefnur í Hömrum.  Salurinn er miðsvæðis í gamla bænum og við húsið eru næg bílastæði.. Öll aðstaða innanhúss er til fyrirmyndar, enda fylgja salnum afnot af fleiri herbergjum í skólanum fyrir minni hópa. Einnig geta ráðstefnugestir nýtt sér ýmis tæki skólans, s.s. ljósritunarvél, tölvur og síma. Læknafélag Íslands og Samorka  (samtök raforku, hita- og vatnsveitna) eru í hópi þeirra, sem haldið hafa ráðstefnur í Hömrum.