Skólasetning Tónlistarskólans
Fjölmenni var í dag á skólasetningu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Bergþór Pálsson skólastjóri minntist Sigríðar Ragnarsdóttur fyrrverandi skólastjóra sem lést í gær. Einnig fór hann yfir það helsta sem er framundan í vetur, má þar nefna Heimilistóna, opið hús og þátttöku skólans í Fiðlaranum á þakinu.
Aron Ottó Jóhannsson og Bea Joó fluttu Nótt eftir Árna Thorsteinson í minningu Sigríðar Ragnarsdóttur. Mikolaj Ólafur Frach, nýr kennari við skólann, spilaði Ballöðu nr. 1 í g-moll eftir Chopin.
Í lokin var hraustlega tekið undir í Í faðmi fjalla blárra og gestir gæddu sér á pönnukökum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst.
Skóladagatal Tónlisatarskólans er HÉR og viðburðadagatalið HÉR.
Við setjum reglulega eitt og annað inn á Facebook síðu skólans.
🙂