Skólasetning haustið 2024

30. ágúst 2024 | Fréttir, Hamrar, Tónlistarfélagið

Skólasetning haustið 2024

Tónlistarskóli Ísafjarðar var settur í 76. sinn í gær. Bjarney Ingibjörg skólastjóri fór yfir helstu verkefni vetrarins og kynnti tvo nýja kennara þær Ástu Kristínu Pjétursdóttur og Matildi Mäekalle. Ásta Kristín verður með forskólakennslu,kammerhóp, Syngjandi skóla sem er samstarfsverkefni Tónlistarskólans og Grunnskólans. Einnig mun hún kenna tónfræði á Þingeyri. Matilda tekur að sér píanónemendur.

Tveir starfsmenn hafa sagt starfi sínu lausu þær Sigrún Pálmadóttir söngkennari og Agnieszka Szafran sem sá um þrif skólans. Þessum starfsmönnum eru færðar bestu heilla óskir og miklar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Ásta Kristín var með tónlistaratriði þar sem hún flutti spunaverk á violu.

Skólasetningunni lauk með samsöng allra á laginu „Litla flugan“ eftir Sigfús Halldórsson við undirleik Judy Tobin.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 30. ágúst.

Bjarney Ingibjörg setti Tónlistarskólann

Fráfarandi og núverandi skólasjórar Tónlistarskólans. Bergþór, Bjarney Ingibjörg, Finney og Albert.

Ásta Kristín vióluleikari flutti spunaverk.

Judy Tobin lék undir fjöldasöng.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur