Pétur Ernir – hádegistónleikar 14. des

4. desember 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Pétur Ernir – Hádegistónleikar Hömrum, 14. desember klukkan 12

Á þessum stuttu hádegistónleikum ætlar Pétur Ernir að flytja fyrir okkur mjúkar ballöður ýmist úr söngleikjaheiminum eða heimi jassins. Á dagskrá verða lög á borð við When I Fall In Love og As If We Never Said Goodbye. Pétur lofar ljúfum tónum og lágstemmdri stund saman, lausa frá jóla-asanum og jólalögunum.

Pétur útskrifaðist frá Royal Academy of Music með fyrstu einkunn í vor. Nú býr hann í London þar sem hann vinnur í 66° Norður á milli þess sem hann sækir prufur á stóra sviðinu og býður þess að fá stóra tækifærið.

Meðleikari á tónleikunum er Beata Joó.

 

Pétur Ernir Svavarsson

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is