Heimilistónar 2023
Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskóla Ísafjarðar verður efnt til Heimilistóna laugardaginn 25. nóvember. Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Heimilistónar verða bæði á Suðureyri frá kl. 12 til 13 og á Ísafirði frá kl. 14 til 16.
Heimilistónar voru fyrst haldnir á Tónlistardeginum mikla í tilefni af 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2008 og vakti mikla athygli og ánægju meðal bæjarbúa. Í frétt sem birtist í Bæjarins Besta kemur fram að hugmyndin sé fengin frá Fiskideginum mikla sem haldin var á Dalvík þar sem fólk býður upp á súpu á heimilum sínum en af því að það er svo mikil tónlist hér í bæ þá þótti tilvalið að fólk opnaði heimili sín og byði upp á lifandi tónlist. Tíu árum seinna þegar skólinn fagnaði 70 ára afmæli sínu var leikurinn endurtekinn og fólk opnaði heimili sín svo bæjarbúar gætu notið tónlistar frá nemendum og kennurum.
Og nú fimm árum seinna blásum við aftur til hátíðar vegna 75 ára afmæli skólans og fólk bæði hér á Ísafirði og Suðureyri ætla að opna heimili sín og bjóða upp á notalega stemmingu í skammdeginu með tónlist og veitingum.
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar á hverju heimili.
Á Ísafirði verður hægt að heimsækja eftirfarandi heimili frá kl.14 til 16.
Tangagata 17 – Tinna og Gylfi
Smiðjugata 2 – Judy og Omar
Fjarðarstræti 39 – Harpa Henrysdóttir
Fjarðarstræti 38 – Gummi Hjalta og Matta
Mánagata 3 – Inga Fanney
Á Suðureyri verður hægt að heimsækja eftirfarandi heimili frá kl.12 til 13.
Hlíðarvegur 10 – Monika og Norbert
Sætún 2 – Malgorzata og Pawel
Munið: Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar á hverju heimili, bæði á Ísafirði og Suðureyri.