Hleð viðburði

« Allir viðburðir

  • This viðburður has passed.

FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. Sif Margrét og Edda – tónleikar í Hömrum 22. sept. kl 20

22.09.2023 @ 20:00 - 21:00

FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA.

Sif Margrét Tulinius og Edda Erlendsdóttir – tónleikar í Hömrum kl. 20

Frönsk rómantík og impressionismi – stefnumót franskra kventónskálda við Ravel og Debussy

Þessi efnisskrá með franskri tónlist frá árinu 1867 til 1927 varpar ljósi á mjög mikilvægt umbreytingartímabil í sögu vestrænnar tónlistar sem átti ekki síst rætur sínar að rekja til franska impressionismans. Áhrifin voru djúpstæð og gætir þeirra enn þann dag í dag.

Mikilvægi kventónskálda í tónlistarsögunni er sífellt að koma betur í ljós og á þessum tónleikum er teflt fram tveimur frönskum kventónskáldum, Pauline Viardot og Lili Boulanger, ásamt þeim Ravel og Debussy, tveimur helstu tónskáldum franskrar tónlistar og fulltrúar þeirrar stefnu sem oft er kennd við impressionisma í tónlist.

Claude Debussy (1862-1918) Beau Soir í útsetningu J. Heifetz fyrir fiðlu og píanó

Lili Boulanger (1893-1918)
Deux morceaux
Nocturne
Cortége

Maurice Ravel (1875 – 1937)

Sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó

I. Allegretto
II. Blues. Moderato
III. Perpetuum mobile. Allegro

HLÉ

Pauline Viardot (1821 – 1910)

Six Morceaux (sex molar):
Romance
Bohemienne
Berceuse
Mazourke
Vielle Chanson
Tarantelle

Claude Debussy (1862 – 1918)

Sónata fyrir fiðlu og píanó:

I. Allegro vivo
II. Intermède: Fantasque et léger
III. Finale: Très animé

Upplýsingar

Dagsetn:
22.09.2023
Tími
20:00 - 21:00