Heimsókn frá Eyrarskjóli

7. febrúar 2024 | Fréttir

Innlit frá Eyrarskjóli

Börn úr elsta árgangi á Leikskólanum Eyrarskjóli komu í heimsókn í Tónlistarskólann, skoðuðu húsnæðið, fengu að hlýða á mismunandi hljóðfæri og tóku lagið með skólastjóranum.

.

Madis vakti mikla lukku með blásturshljóðfærum af ýmsu tagi, allt frá blokkflautu til túbu.

Höfuð, herðar, hné og tær og Frost er úti fuglinn minn.

Strengirnir í flyglinum skoðaðir, hljómurinn í þykkum, löngum og stuttum, grönnum stengjum borinn saman.

Andri Pétur spilaði á kontrabassa og sló svo í gegn á rafmagnsgítar. Ekki nóg með það, heldur flutti hann lag sem hann samdi á staðnum með texta um börnin frá Eyrarskjóli í Tónlistarskólanum.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur