Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til okkar á opið hús, þar sem hægt var að fylgjast með kennslu og dagskrá í Hömrum. Þar slógu í gegn ísfirskir listamenn, Samúel Einarsson, Jóngunnar Biering Margeirsson ásamt Hljómórum og Jón Hallfreð Engilbertsson, allir með eigið efni.
Þá var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar heiðraður, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, fyrrverandi nemandi skólans, sem flutti óútgefið lag af listfengi. Við óskum þeim öllum til hamingju og erum stolt af framlagi þeirra til ísfirsks menningarlífs.
Döðlukaka eftir uppskrift frú Sigríðar Ragnar, „samæfingakakan“ var á boðstólum og Albert eldar Eiríksson bakaði vöfflur í gríð og erg.
Þetta var einstaklega ánægjulegt síðdegi og yndislegt að sjá húsið fyllast af glöðu fólki án samkomutakmarkana. Vináttan lífi.