Opið hús 2021 – myndir

25. október 2021 | Fréttir

Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína til okkar á opið hús, þar sem hægt var að fylgjast með kennslu og dagskrá í Hömrum. Þar slógu í gegn ísfirskir listamenn, Samúel Einarsson, Jóngunnar Biering Margeirsson ásamt Hljómórum og Jón Hallfreð Engilbertsson, allir með eigið efni.

Þá var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar heiðraður, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, fyrrverandi nemandi skólans, sem flutti óútgefið lag af listfengi. Við óskum þeim öllum til hamingju og erum stolt af framlagi þeirra til ísfirsks menningarlífs.
Döðlukaka eftir uppskrift frú Sigríðar Ragnar, „samæfingakakan“ var á boðstólum og Albert eldar Eiríksson bakaði vöfflur í gríð og erg.
Þetta var einstaklega ánægjulegt síðdegi og yndislegt að sjá húsið fyllast af glöðu fólki án samkomutakmarkana. Vináttan lífi.

bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2021, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, fyrrverandi nemandi skólans

Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2021, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, fyrrverandi nemandi skólans

 

Rifjaðar upp sögur úr húsmæðraskólanum yfir kaffibolla. T.v. er Anna Lóa Guðmundsdóttir, næst henni er Arndís Ólafsdóttir og dóttir hennar Björk Sigurðardóttir.

 

Rúna kennir áhugasömum nemanda

 

Iwona með Krzysztof og syni hans Oskari slagverksnemanda

 

Hljómórar fluttu nokkur lög eftir Jóngunnar. F.v. Rúna, Svanhildur og Jóngunnar

 

Gestum var boðið upp á vöfflur

 

Guðjón tekur í trommurnar

 

Húsfyllir í Hömrum. Fremsta röð frá vinstri Sammi, Jón Hallfreð, Helga Snorra , Engilbert og Palli Lofts

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur