Víkivaki (Sunnan yfir sæinn)
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær – og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Allt hið liðna er ljúft að geyma
– láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt !
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.
Lag: Valgeir Guðjónsson, texti: Jóhannes úr Kötlum
Í sól og sumaryl
Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag.
Fuglarnir sungu og lítil falleg hjón,
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég sat og horfði á,
hreykna þrastamóður mata unga sína smá.
Faðirinn stoltur, hann stóð þar sperrtur hjá,
og fagurt söng svo fyllti hjartað frið.
Í sól og sumaryl sér léku lítil börn,
ljúft við litla tjörn.
Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.
Lag/texti: Gylfi Ægisson.
Litla flugan
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Og ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt.
Og þó ég ei til annars mætti duga
Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Sigfús Halldórsson / Sigurður Elíasson
Vertu til
Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka og rækta nýjan skóg.