Opið hús í Tónlistarskólanum 14. október

9. október 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Opið hús í Tónlistarskólanum

Okkar árlega opna hús verður laugardaginn 14. október og hefst  með stuttum tónleikum Salóme Katrínar klukkan 13.30 í Hömrum. Eftir það gefst gestum tækifæri á að ganga um húsið, fylgjast með æfingum/kennslu, skoða sýningu sem sett var upp í tilefni 75 ára afmælis skólans og sýningu um Húsmæðraskólann Ósk.

Klukkan 15 hefst dagskrá í Hömrum. Þar flytur hljómsveit kennara skólans nokkur lög sem tengjast stofnári skólans: 1948. Hátíðakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Beötu Joó.

Veglegar kaffiveitingar verða í boði Kvennakórs Ísafjarðar.

Verið velkomin í Tónlistarskólann á laugardaginn kl 13.30 – aðgangur ókeypis.

🙂 

Opna húsið á laugardaginn hefst  með stuttum tónleikum Salóme Katrínar klukkan 13.30 í Hömrum.

Hátíðakórinn syngur nokkur lög klukkan 3 á laugardaginn undir stjórn Beötu Joó.

Klukkan 15 í Hömrum leikur hljómsveit kennara skólans nokkur lög sem tengjast stofnári skólans: 1948.

Æfing hjá Kvennakór Ísafjarðar

Kvennakór Ísafjarðar á æfingu í Hömrum, kvennakórskonur sjá um kaffimeðlætið á opna húsinu á laugardaginn.

Verið velkomin á opið hús