Mikolaj, Maksymilian, Nikodem og Iwona – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur

21. september 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Mikolaj, Maksymilian, Nikodem og Iwona Frach – tónleikar í Hömrum –

Ísfirðingarnir og bræðurnir Mikolaj píanóleikari, Maksymilian og Nikodem Frach, fiðluleikarar, halda tónleika í Hömrum fimmtudaginn 28. september kl. 19.30. Móðir þeirra, Iwona, leikur með Nikodem.

Piltarnir eru í framhaldsnámi í Póllandi, en Mikolaj kennir við Tónlistarskólann tímabundið í vetur. Þeir bræður hafa sýnt heimabænum sínum, Ísafirði, einstaka ræktarsemi og hafa með reglulegu millibili gefið Ísfirðingum kost á að fylgjast með framgangi námsins, spennandi!

Nikodem leikur Paganini fiðlukonsertinn nr. 5 í a moll ásamt Iwonu.

Mikolaj leikur Chopin næturljóð í fís moll op. 48 nr. 2 og etýðu op. 10 nr. 12, Brahms rapsódíuna op. 79 nr. 2 og Rachmanínov etýðu op. 33 nr. 9.

Saman leika þeir Rachmanínov tríó nr. 1 í g moll.

Missið ekki af þessum frábæra viðburði. Aðgangur ókeypis!

Nikodem, Mikolaj, Maksymilian og Frach ásamt Geigei