Jólatónleikar Skólakórsins og kökubasar til styrktar Danmerkurferð

11. desember 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Jólatónleikar Skólakórsins og kökubasar til styrktar Danmerkurferð

Seinni jólatónleikavikan er runnin upp og við óðum að komast í jólaskap – HÉR má sjá næstu tónleika.

Á miðvikudaginn kl. 19 er komið að Skólakór Tónlistarskólans að koma fram á jólatónleikum ásamt söngnemum. Eins og fram hefur komið eru þær að safna sér fyrir ferð á kóramót í Danmörku í vor. Eftir tónleikana á miðvikudaginn verður kökubasar til styrktar Danmerkurferðinni.

Merkimiðar á jólapakka með teikningum eftir meðlimi Skólakórsins hafa slegið í gegn. Þeir eru seldir til styrktar ferðalagi kórsins á norræna barnakóramótið Nordbusang, sem fer fram í Fredericia í Danmörku 8.-12. maí 2024.

Merkimiðarnir verða seldir á eftir tónleikana á miðvikudaginn. 10 miða pakki kostar kr. 1.500.-

JÁ, ÞAÐ ER POSI Á STAÐNUM 🙂

MEIRA UM SKÓLAKÓRINN

.

Merkimiðar á jólapakka með teikningum eftir meðlimi Skólakórsins hafa slegið í gegn. Þeir eru seldir til styrktar ferðalagi kórsins á norræna barnakóramótið Nordbusang, sem fer fram í Fredericia í Danmörku 8.-12. maí 2024. Merkimiðarnir verða seldir á jólatónleikum á miðvikudaginn. 10 miða pakki kostar kr. 1.500.-

Til styrktar Danmerkurferðinni tekur Skólakórinn að sér söng við hin ýmsu tækifæri. Best er að hafa samband við Bjarneyju Ingibjörgu kórstjóra ef áhugi er á fögrum söng kórsins.

 

MEIRA UM SKÓLAKÓRINN

.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur