Hamrar fá andlitslyftingu

7. febrúar 2024 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Börn úr elsta árgangi á Leikskólanum Eyrarskjóli komu í heimsókn í Tónlistarskólann, skoðuðu húsnæðið, fengu að hlýða á mismunandi hljóðfæri og tóku lagið í Hömrum með skólastjóranum.

Hamrar fá andlitslyftingu

Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans var ákveðið að hressa upp á Hamra, hinn glæsilega tónleikasal skólans. Búið er að mála salinn, lagfæra lýsingu, setja ný rauð tjöld, pússa parketið og kaupa nýja stóla.

Þeim, sem áhuga hafa á að leigja salinn Hamra, er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 450 8340 eða senda póst á tonis@tonis.is

Æfing fyrir Dag tónlistarskólanna

Matthildur og Lísbet pússuðu og lökkuðu parketið

Á meðan parketið í Hömrum var pússað og lakkað voru flyglarnir færðir út úr salnum. Hörkuöflugir piltar úr tíunda bekk komu og lyftu stóra flyglinum aftur upp á sviðið. Flygillinn vegur rúmlega hálft tonn. Iss, ekki mikið mál sögðu þeir. Unglingarnir í dag mættu oftar fá hrós, því að framtíðin er björt með þetta góða fólk. Þeir gerðu snúðakökunni góð skil. 😀

Þeim, sem áhuga hafa á að leigja salinn Hamra, er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 450 8340 eða senda póst á tonis@tonis.is

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur