Hádegistónleikar Arons og Beu Joó 15. des.

4. desember 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Aron Ottó Jóhannsson

Hádegistónleikar Arons og Beu Joó

Á hádegistónleikum 15. des. 2023, kl. 12, syngur Aron Ottó Jóhannsson óperuaríur eftir Mozart og Verdi, við píanóleik móður sinnar, Beu Joó:

W.A. Mozart: In diesen heil’gen Hallen, aría Sarastrós úr Töfraflautunni.
G. Verdi: Il lacerato spirito, aría Fiescos úr Simon Boccanegra.
W.A. Mozart: O Isis und Osiris, aría Sarastrós úr Töfraflautunni.
G. Verdi: Vieni, o Levita! …, aría Zakaríasar úr Nabucco
G. Verdi: Come dal ciel precipito, aría Bancos úr Macbeth.
W.A. Mozart: O, wie will ich triumphieren, aría Osmíns úr Brottnáminu úr kvennabúrinu.

Aron Ottó er 26 ára bassasöngvari. Hann sigraði í Vox Domini söngkeppni Félags ísl. söngkennara árið 2017 og árið 2018 fékk hann sérstök verðlaun í József Simándy International Söngkeppninni.
Hann hóf háskólanám við Tónlistardeild háskólans í Szeged árið 2018, sem nemandi István Andrejcsik og útskrifaðist sem árið 2021. Hann fékk síðan inngöngu í óperudeild Ferenc Liszt tónlistarakademíunni, undir leiðsögn Péter Fried.
Að undanförnu hefur hann sungið nokkur hlutverk á sýningum ungversku ríkisóperunnar, t.d. Ede Poldini sem András í Karnivalbrúðkaupinu, Araldo í óperunni Otello eftir Verdi og æðsta prestinn Baal í Nabucco. Auk þess lék hann Pinellino í Gianni Schicchi eftir Puccini í uppsetningu fyrir börn.

Verið hjartanlega velkomin! Ókeypis aðgangur.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is