Útvarpsþáttur um Ragnar H.Ragnar

31. janúar 2017 | Fréttir

Á laugardaginn var 28.janúar var fluttur á Rás 1 Ríkisútvarpsins áhugaverður þáttur um Ragnar H. Ragnar H. Ragnar tónlistarfrömuð á Ísafirði. Hann var fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948 og stjórnaði skólanum til ársins 1984. Skolinn varð strax þekktur undir hans stjórn og hann mótaði þær hefðir sem margar hverjar eru enn hafðar í heiðri við skólann og frá honum er kominn sá mikli metnaður og hái standard sem jafnan hefur einkennt starf skólans. Auk brots úr viðtali við Ragnar er í þættinum rætt við nokkra samferðamenn hans og einnig má heyra hann sjálfan leika eitt af sínum uppáhaldslögum í upphafi og lok þáttarins.

Þátturinn er í Sarpinum á þessari slóð http://www.ruv.is/node/1109390  og mun vera aðgengilegur á vef til 28. apríl 2017

Nánar um þáttinn:
Aldrei að skilja nemandann eftir einan
Fjallað er um líf og starf Ragnars H. Ragnar tónlistarkennara á Ísafirði. Flutt er brot úr viðtali sem Ævar R. Kvaran átti við Ragnar 1974. Þessir menn segja frá Ragnari og minnast hans: Sigurður Jónsson prentsmiðjustjóri á Ísafirði, Jónas Jónasson útvarpsmaður, Jakob Hallgrímsson tónlistarkennari og séra Gunnar Björnsson.
Lesari með umsjónarmanni er Knútur R. Magnússon.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
(Frá 1991)