Vortónleikaröðin hófst með vorþyt lúðrasveitanna

5. maí 2022 | Fréttir, Hamrar

Vortónleikaröð tónlistarskólans hófst með hressilegum tónleikum lúðrasveita skólans, Skólalúðrasveit Tí og Lúðrasveit TÍ undir öruggri stjórn Madis Mäekalle. Hann hefur útsett flest lögin sjálfur og er vakinn og sofinn yfir sveitunum eins og gestir í Hömrum fengu að upplifa og Ísfirðingar hafa fengið að njóta síðustu áratugi. Madis er mikill stemningsmaður, spilar tónlist í græjunum fyrir og eftir tónleikana og býður upp á hitt og þetta góðgæti. M.a. var boðið upp á skúffuköku að hætti hússins.

Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar

 

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar

 

Að loknum tónleikum var boðið upp á skúffuköku og annað góðgæti.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur