Landskór dönsku þjóðkirkjunnar (stúlknakór) verður með tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudagskvöldið 4. júlí kl. 20.00 ásamt stúlkum úr Stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar og stúlkum úr kór Menntaskólans á Ísafirði. Sjá nánar um dagskrá og Íslandsferð kórsins hér að neðan.
Um Íslandsferðina:
Landskór Dönsku Þjóðkirkjunnar kemur í heimsókn.
Dagana 28. júni til 5. júli kemur Landskór dönsku þjóðkirkjunnar í heims+ókn til *’islands. Kórinn mun halda þrenna tónleika: Miðvikudaginn 30. júní kl. 20:00 í Selfosskirkju, fimmtudaginn 1. júlí í Langholtskrikju ásamt Gradualekór kirkjunnar og ’sterbro Pigekor, sem einnig er í heimsókn um þessar mundir. Síðustu tónleikar kórsins verða svo á Ísafirði sunnudaginn 4. júlí í Ísafjaðarkirkju.
Prógrammið sem kórinn flytur ber nafnið New Nordic Soundscape og byggir á tónlist frá norðurlöndum ásamt Eistlandi. Flest verkanna eru að sjálfsögðu dönsk, eftir m.a. hið virta tónskáld dana Per Nørgaard, en einnig er tónlist frá Noregi , Svíþjóð og Íslandi á dagskrá.
Landskórinn er stúlknakór dönsku þjóðkirkjunnar og samanstendur af um 40 stúlkum frá öllu landinu, sem allar syngja líka í kór í sinni heimakirkju. Markmið kórsins er að kynna kórsöng krikjunnar bæði innan lands og utan og að auka áhuga og metnað barna- og unglingakórssöngvara í kirkjum landsins. Jafnframt því að kynna danska kirkjutónlist og auka skilning og áhuga á henni bæði utan kirkjunnar og innan.
Landskórinn er möguleiki fyrir duglegustu söngvarana í hinum fjölmörgu krikjukórum landsins, um að læra meira, njóta lennslu og leiðbeininga eins færasta kórstjóra landins, að taka þátt í tónlistarflutningi á háu plani og vera með í stórskemmtilegum félagsskap.
Stúlkurnar í kórnum eru á alrdrinum 12 til 20 ára og innganga í kórinn er mögulegt efitr inntökupróf sem fram fer tvisvar á ári.
Kórinn hittist 5-6 helgar á ári og eina viku í sumarfríinu. Flestar æfingahelgarnar enda með tónleikum og sóst er eftir að kórinn komi sem víðast við á landinu. Sumarvikan er oftast ferð til annara landa.
Landskórinn var stofnaður í februar 2003 og stjórnandi kórsins er Ole Faurschou, en utan hans er einnig starfandi söngkennari við kórinn.