Vortónleikum að mestu lokið

27. maí 2013 | Fréttir

Nú er vortónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar að mestu lokið, aðeins eftir Lokahátíðin og skólaslit nk fimmtudagskvöld.

Vortónleikar voru fjölmargir og fjölbreyttir: Vorsöngvar kóranna 8.maí, Vorþytur lúðrasveitanna 9.maí, Vorstrengir strengjasveitanna 21.maí, vortónleikar hljóðfæranema á Ísafirði 13., 14., 15. og 15.maí, vortónleikar tónlistarnema á Þintgeyri 12.maí og á Flateyri 15.maí og loks tónleikar söngnema og öldunga 23.maí, alls tíu tónleikar. Allir voru tónleikarnir afar vel sóttir af fjölskyldum nemenda og velunnurum skólans og undirtektir áheyrenda við tónlistarflutningnum frábærar. Kennarar höfðu lagt mikla alúð við undirbúninginn að hafa tónleikana sem fjölbreyttasta og á hverjum tónleikum komu fram nemendur á ólík hljóðfæri og á mismunandi stigum í náminu,

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is